top of page

Hvernig hagnýtum við

náttúrugæði og menningararf samhliða því að tryggja vernd þeirra?  

Ósvör, Bolungarvík

Hvernig geta byggðaþróun og náttúruverndarsvæði sem best farið saman? Hér á landi hefur verið tilhneiging til að halda þessu tvennu aðskildu.

Reynsla annarra þjóða sýnir að náttúruvernd getur haldist í hendur við nýtingu, byggð og starfsemi sem er í sátt við umhverfið.

Hrífandi, félag um náttúrumenningu, stefnir að því að opna fyrir umræðu um aukið samspil byggðar, atvinnuþróunar og verndarsvæða í sátt við umhverfið.

Hvernig getum við stuðlað að náttúrumenningu? Hvað getum við lært af reynslu annarra?

Info

Fyrsta skrefið: ráðstefna

um verndarsvæði og þróun byggðar

Hvað getum við lært af öðrum þjóðum var inntak ráðstefnu sem Hrífandi stóð fyrir í Veröld, húsi Vigdísar, þann 27. apríl 2018. Sex erlendir fyrirlesarar sögðu frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs, sem beint eða óbeint tengist hinu verndaða.​

Fyrirlesarar og aðstandendur ráðstefnunnar

Aftari röð: Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi Hrífanda - félags um náttúrumenningu, Salvör Jónsdóttir ráðstefnustjóri, Miguel Clüsener-Godt, Man and the Biosphere, UNESCO og  Jukka Siltanen, MS í auðlinda- og umhverfisfræðum

Fremri röð: Rita Johansen, Vega eyjaklasinn, Noregi,  Carol Ritchie, Europarc Federation, Peter Crane, Cairngorms þjóðgarðurinn, Skotlandi og Elliott Lorimer, Forest of Bowland Area of Outstanding Natural beauty.

 

Upptökur af fyrirlestrum ráðstefnunnar

Ávarp Sigurðar Gísla Pálmasonar, stofnanda Hrífanda
Fyrirlestur Rita Johansen um Vega eyjaklasann í Noregi
Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra
Fyrirlestur Carol Ritchie um Europarc samtökin
Fyrirlestur Peter Crane um Cairngorms þjóðarðinn í Skotlandi
Fyrirlestur Elliott Lorimer um Forest of Bowland í Englandi
Fyrirlestur Miguel Clüsener-Godt um "Man and the Biosphere" hjá UNESCO
Fyrirlestur Jukka Siltanen um hagrænan ávinning af þjóðgörðum
bottom of page